Farðu í vöruupplýsingar
1 af 8

Fjölráð / DSPG

HAPPY HOODIE XLarge

HAPPY HOODIE XLarge

Venjulegt verð 3.960 ISK
Venjulegt verð Söluverð 3.960 ISK
Útsala VÆNTANLEGT
Skattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknaður við kaup.
Litur

HAPPY HOODIE er einskonar kragi, hetta eða "buff" fyrir hunda og ketti. Happy hoodie lætur hundinum líða eins og verið sé að veita honum stuðning og nær því frekar að slaka á í aðstæðum þar sem hann er hræddur eða líður illa. Hettan er þykk og dempar hljóð og höggbylgjur.

  • Hettan er þykk og dempar hljóð og höggbylgjur.
  • Fæst í 3 stærðum
  • XLARGE stærð er fyrir ca. 40-65cm (ummál höfuðs)
    Hentar flestum stórum hundum (frá ca. 35/40 kg og uppúr)

Viltu hafa hundinn slakann og samvinnufúsann?

Allir hundar bregðast misjafnlega við hávaða. Mörg gæludýr eru hrædd við t.d. hljóðið í ryksugu eða verða skelkuð og fá kvíðakast við hljóðið í flugeldum, þrumum eða skothvellum.

Dýr geta einnig verið ósamvinnufús, hrædd eða pirruð við t.d. klóaklippingu, hárburstun, böðun, þurrkun, snertingu á þófum, gesti, bílferðir og heimsókn til dýralæknis.

Happy Hoodie getur haft áhrif á hundinn og minnkað hræðsluna.

Sum dýr eru með krónískar eyrnasýkingar eða mikinn raka í eyrnagöngum. Happy Hoodie er upplagt til að halda eyrunum uppi þannig að eyrnagangurinn haldist opin fyrir loftun.

Við mælum með að venja hundinn rólega við Happie Hoodie. Settu á hann hettuna og gefðu honum að borða og taktu svo aftur af honum. Þegar ekkert er til staðar sem kemur dýrinu úr jafnvægi vilja sumir hundar ekki klæðast Happy Hoodie. Þá getur þeim líka orðið heitt með það til langs tíma inni. Venjið dýrið viðí þægilegum og rólegum aðstæðum. Fylgist með dýrum sem prófa Happie Hoodie í upphafi. Í aðstæðum sem valda kvíða eru flestir hundar mjög móttækilegir fyrir að láta setja á sig og vera með Happie Hoodie. 

Skoða allar upplýsingar